20. maí 2021
Aðalfundur Lífeyrisdeildar Sameykis haldinn 10. júní

Guðrún Árnadóttir í ræðupúlti á stofnfundi Lífeyrisdeildar Sameykis 2019.
Aðalfundur Lífeyrisdeildar Sameykis verður haldinn fimmtudaginn 10. júní kl. 14:00 í félagamiðstöðinni að Grettisgötu 89, 1. hæð. Vegna COVID-19 faraldursins var ekki unnt að halda aðalfund hjá Lífeyrisdeild Sameykis á síðasta ári. Gaman verður að geta haldið aðalfundinn þó boðunin á fundinn er seinni en lög gera ráð fyrir.
Þar sem sóttvarnarreglur í dag leyfa aðeins 50 manna samkomu þá óskum við eftir að fólk skrái sig á fundinn.
Hægt er að skrá sig á aðalfundinn hér.