Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. október 2021

Viðhorf félagsmanna Sameykis til heimavinnu rædd í Speglinum

Í 3. tbl. Sameykis er fjallað um viðhorfskönnun félagsfólks til heimavinnu.

Formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, var í viðtali við fréttaþáttinn Spegilinn á rás eitt um könnun sem gerð var meðal félagsmanna Sameykis um viðhorf þeirra til heimavinnu í COVID-19 faraldrinum. Könnunin verður birt í tímariti Sameykis sem fer í póst til félagsfólks á morgun, föstudag. Í viðhorfskönnunni kemur fram að innan við helmingur svarenda eða um 40 prósent þeirra vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60 prósent ekkert val.

Þórarinn segir í samtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur í Speglinum að heimavinna hafi skiljanlega fyrst og fremst tengst skrifstofu- og tæknifólki úr röðum Sameykis.

Þá segist hann vel geta trúað því að þetta leiði til þess að fólk vilji hafa val um að sinna störfum sínum að heiman en þá vakni margar spurningar um samband launþega og vinnuveitenda og skiptingu ábyrgðar þeirra á milli. Það sé nokkuð sem þarf að taka upp í kjarasamningum. Sálfélagslegir þættir og samvinna skipti líka miklu um hvernig vinna og verkefni ganga.

Lesa má frétt RÚV og hlusta á allt viðtalið við Þórarinn Eyfjörð hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)