Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. janúar 2022

Hækkun launataxta um áramótin

Frá og með síðastliðinum áramótum hækka launataxtar á bilinu 17.000 – 25.000 kr., mismunandi eftir launatöflum og launaflokkum. Hækkunin kemur til útgreiðslu í flestum tilvikum næstkomandi mánarmót 1. febrúar, þ.e. fyrir starfsmenn sem eru á eftir á greiddum launum.

Við biðjum félagsmenn okkar um að skoða launaseðla sína vel af þessu tilefni og vera vissir um að viðeigandi launahækkanir skili sér réttar nú um mánaðarmótin. Launatöflur fyrir hvern kjarasamning fyrir sig eru aðgengilegar á heimasíðu Sameykis undir tenglinum Kaup og kjör. Auk þess er búið að uppfæra uppflettisvæði fyrir mismunandi störf hjá Reykjavíkurborg á kjarasíðu þess kjarasamnings. Þar birtist viðeigandi launaflokkur og laun fyrir árið 2022 miðað við valið svið og starf hjá Reykjavíkurborg.

Ef villur í launagreiðslum koma í ljós skal gera vinnuveitanda/yfirmanni viðvart sem allra fyrst. Ef vinnuveitandi/yfirmaður bregst ekki við er rétt að hafa samband við trúnaðarmann eða skrifstofu Sameykis með ósk um aðstoð vegna málsins.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)