Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. mars 2022

Málþing um mannauðsmál haldið í dag

Í dag stendur Sameyki fyrir málþingi um mannauðsmál og í framhaldi verður hátíðin Stofnun ársins sett þar sem veittar verðar viðurkenningar þeim stofnunun sem skarað hafa framúr á sviði mannauðsmála. Máþingið ber yfirskriftina Vellíðan og vöxtur í betri vinnutíma og um það fjalla á málþinginu Sóley Kristjánsdóttir sérfræðingur á sviði mannauðsmála, Bára Hildur Jóhannsdóttir verkefnastjóri betri vinnutíma í vaktavinnu, Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi og Auðunn Arnórsson MPA.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu vill með máþinginu vekja athygli á hve mikilvægt er að stjórnendur stofnana ríkis og sveitarfélaga hugi að mannauðsmálum á vinnustöðum og þeirri staðreynd að vellíðan og vöxtur í betri vinnutíma stuðlar að betri vinnustað, ánægðari starfsfólki og betri þjónustu við almenning.

Auðunn Arnórsson segir í grein í tímariti Sameykis um mannauðsmál hjá ríkinu að með tilkomu stjórnendastefnu ríkisins, ekki sízt með innleiðingu stjórnendasamtala og endurgjafar fyrir forstöðumenn, er loks bætt úr atriði sem sérfræðingar í mannauðsmálum höfðu lengi bent á að væri ábótavant á sviði mannauðsstjórnunar hjá ríkinu. Viðmið stjórnendastefnunnar og markmiðin með innleiðingu hennar ríma fullkomlega við það sem könnunin Stofnun ársins hefur frá upphafi reynt að ýta undir: Að efla metnað stjórnenda hjá hinu opinbera til að gera betur, bæta stjórnun og stuðla að meiri starfsánægju starfsfólks, öllum til hagsbóta.

Lesa má grein Auðuns Arnórssonar á vef Sameykis hér.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)