Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. mars 2022

Ríkið greiðir bætur vegna uppsagna starfsfólks Hafrannsóknarstofnunar

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu fyrir hönd félagsmanna sinna sem sagt var upp störfum hjá Hafrannsónarstofnun hafa lokið máli með sátt við ríkið þar sem krafist var miskabóta og fjártjónsbóta að upphæð samtals 7.535.000.- kr.

Hafrannsóknarstofnun sagði upp tíu starfsmönnum þegar skipulagsbreytingar voru gerðar á stofnuninni árið 2019, í kjölfar þess að nýr forstjóri var ráðinn við sameiningu tveggja stofnana, Veiðimálastofnunar og Hafrannsóknarstofnunar. Uppsagnirnar náðu bæði til félagsmanna innan BHM og Sameykis. Sameyki taldi uppsagnirnar ólögmætar og krafði ríkið um bætur.

Stéttarfélög starfsmanna Hafrannsóknarstofnunnar höfðu ítrekað bent á að stofnunin hefði ekki farið að lögum við uppsagnirnar. Þá skrifaði mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunnar harðorða greinargerð sem lýsti ófaglegum starfsháttum nýs forstjóra, sagði að stofnunin hafi ekki komið heiðarlega fram, hvorki gangvart þeim starfsmönnum sem var sagt upp né þeim sem störfuðu áfram. 300 hundruð ára starfsreynsla og vísindaþekking hefði verið kastað á glæ. Mannauðs- og rekstrarstjórinn sagði sjálfur upp störfum vegna ágreinings um væntanlegar uppsagnir, tveimur dögum áður en til uppgagnanna kom.

Í ályktun starfsmanna sem samþykkt var á fundi starfsmanna stofnunarinnar, sagði að uppsagnirnar hefðu verið óvæntar og harkalegar. Í kjölfar þess upplifðu starfsmenn Hafrannsóknarstofnunar ógnarstjórn af hendi stjórnenda. „Stjórnendur sýni þeim [starfsfólkinu] vanvirðingu og að stjórnendur framkvæmi hlutina eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög,“ sagði í bréfi starfsmanna til forstjóra stofnunarinnar.

Stéttarfélög starfsmanna höfðu ítrekað bent á að uppsagnirnar væru ólögmætar án þess að stjórnendur hennar brugðust við. Því var gerð krafa á ríkið að það myndi bæta starfsmönnum þann skaða sem af þessum ólögmætu uppsögnum hlaust . Ríkið féllst loks á að uppsagnir starfsfólksins hjá Hafrannsóknarstofnun hafi verið ólöglegar og samkomulag var gert í kjölfarið um bætur vegna þeirra. Ríkið greiðir því félagmönnum Sameykis sem sagt var upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun fjártjónsbætur og miskabætur auk lögmannsþóknunar.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)