Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. maí 2022

Námsstefna fyrir fólk í samninganefndum haldin á Ísafirði

Dagana 16.-18. maí sl. hélt Ríkissáttasemjari námsstefnu á Ísafirði fyrir aðila vinnumarkaðarins sem koma að samningaborðinu í kjarasamningaviðræðum.

Dagana 16.-18. maí sl. hélt Ríkissáttasemjari námsstefnu á Ísafirði fyrir aðila vinnumarkaðarins sem koma að samningaborðinu í kjarasamningaviðræðum, þ.e. hvort tveggja samninganefndarfólk sem eru í forsvari fyrir vinnuveitendur og stéttarfélög. Námstefnan var ein af fimm slíkum sem Ríkissáttasemjari hefur skipulagt á árinu og dreift milli landsfjórðunga. Með þessu skipulagi vill Ríkissáttasemjari gefa tækifæri til að bæta vinnubrögðin við kjarasamningagerðina, læra nýjustu aðferðir, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.

 

Stjórnarfólk í Sameyki sóttu námsstefnuna. F.v. Kári Sigurðsson, Ingibjörg Sif Sigríðardóttir, Egill Kristján Björnsson, Herdís Jóhannsdóttir, Elín Helga Sanko og Bryngeir A. Bryngeirsson.


Markmið námsstefnunar var að:
• Efla færni samninganefndarfólks
• Auka fagmennsku við kjarasamningaborðið
• Stuðla að órofa samningaferli

 

Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast:
• Þekkingu á lögum og leikreglum sem tengjast kjarasamningagerðinni.
• Þekkingu á þáttum sem stuðla að virðingu, trausti, fagmennsku og bestu niðurstöðum í samningagerð.
• Þekkingu á efnahagslegu samhengi og þjóðhagslegu mikilvægi kjarasamninga.
• Leikni til að takast á við hindranir í viðræðum.
• Leikni í samskiptum, tali, hlustun og fasi.
• Þekking, leikni og hæfni í undirbúningi fyrir margþættar samningaviðræður.
• Hæfni til að skipuleggja og vinna með heildarferli kjarasamninga, frá samningi til samnings.
• Hæfni til að semja vel og stuðla að gagnkvæmum ávinningi í kjarasamningagerð.

 

Sameyki átti 7 fulltrúa að þessu sinni og var það einróma niðurstaða fulltrúa Sameykis að vel hefði tekist til og stefnt er að því að senda fleiri fulltrúa félagsins á næstu námsstefnur sem skipulagðar hafa verið í haust.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)