Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. júní 2022

NTR ráðstefna: Fagna þarf fjarvinnu

Christine Ipsen, lektor við danska tækniháskólann

Christine Ipsen er rannsakandi og lektor við danska tækniháskólann. Hún er verkfræðingur að mennt og hefur unnið með Sameinuðu þjóðunum að rannsóknum á vinnumarkaðnum. Christine segir að faraldurinn hafi verið gjöf fyrir rannsakendur vinnummarkaðarins og miðlun þekkingar á Skandínavískum vinnumarkaði á meðan á faraldrinum stóð.

 

Fjarvinna ekki nýtt af nálinni
„Fjarvinna er ekki nýtt fyrirbæri. Hún hófst í Þýskalandi á áttunda áratugnum þegar fólki var boðið að vinna heima sem vann í tæknigeiranum. Við þurfum að taka fjarvinnu fagnandi því þarfir fólks eru misjafnar; sumir vilja vinna á misjöfnum tíma dagsins og jafnvel vinna á kaffihúsum eða annarsstaðar þar sem þeim líður vel. Það geta líka verið misjafnar þarfir fólks þegar horft er til þess hvernig við skipuleggjum vinnuna okkar og þá ber að líta til venja og hefða og auðvitað samfélagsgerðina sjálfa þegar kemur að því að skipuleggja framtíðarvinnumarkaðinn. Rannsóknir skipta miklu máli til að safna gögnum til að greina hvernig við tökumst á við breyttann vinnumarkað. Þegar rannsóknargögnin eru skoðuð blasa við þrír kostir þess að vinna heima og þrír ókostir.

Kostirnir við heimavinnu eru:
1. Jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu
2. Skilvirkni og flæði vinnudagsins
3. Stjórn á vinnunni, hvernig maður skipuleggur vinnuna sína og sinnir verkefnum

Ókostir við að vinna heima eru:
1. Einmanleiki og einangrun
2. Óöryggi vegna verkefna
3. Aðgengi að tækjum og vinnuaðstaða

Norrænn vinnumarkaður er best til þess fallinn að vera samþættur vegna líkinda vinnumarkaðarins á milli landanna. Við þurfum einnig að að styðja fólk sem vill vinna heima.

Annað sem við stöndum frammi fyrir eru hvernig við viðhöldum félagslegum auði og stundum fjarvinnu. Samspil og mótun fjarvinnu, framleiðni og vellíðan er rannsóknarefni fyrir framtíðarvinnumarkaðinn en við sjáum að flestir vilja vinna þrjá daga á vinnustaðnum og tvo daga heima á Norrænum vinnumarkaði. Þessu er öðruvísi farið á Bandaríksum vinnumarkaði. Þar vilja 57 prósent vinna alfarið heima. Þetta eru allt aðrar niðurstöðum en koma í ljós á þeim Norræna.

 

Framtíðarvinnumarkaðurinn og samfélagið
Elon Musk sendi töluvpóst þess efnis til starfsmanna sinna ef fólk mætti ekki á vinnustaðinn liti fyrirtækið hans, Tesla, á það sem uppsögn. Í þessu sambandi þurfum við kannski að taka það til athugunar að starfsfólk getur kannski ekki krafist þess að vinna heima. Við þurfum að hugsa til samfélagsins og þess að vera partur af því en hugsa síður bara um eigin hag. Við teljum að viðvera á vinnustaðnum sé líka heilbrigðismál. Við vitum að samneyti við annað fólk skiptir geðheilsu miklu máli, en það þarf að ríkja jafnvægi á milli heilsu og álags. Stéttarfélögin þurfa að vera vakandi yfir þessu. Betra er að semja um hvernig framtíðar vinnumarkaðurinn á að þróast fremur en að setja reglur um hann sem allir þurfa að hlýta,“ sagði Christine að lokum.

Fram kom í máli hennar að varast ber að bjóða atvinnurekendum inn á heimili starfsfólks og atvinnurekendur þurfa að virða einkalíf fólks. Mörk einkalífs og atvinnulífs þarf að ríkja skilningur og virðing. Við viljum ekki í framtíðinni að vinnueftirlitið verði reglulegur gestur inn á heimili fólks.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)