Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. október 2022

Störf sem áður voru heilbrigð störf eru nú skilgreind álagsstörf

Margt félagsfólk í Sameyki sinnir fjölbreyttum umönnunar- og uppeldisstörfum. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, skrifar grein í tímariti Sameykis um streitu launafólks á vinnumarkaði. Hún segir að rannsóknir síðustu ára hafa sýnt fram á að margir einstaklingar sem greindir eru með klíníska kulnun/sjúklega streitu eru í raun að glíma við annað eins og til dæmis geðhvörf, áfallastreituröskun, þunglyndi eða athyglisbrest. Oftar en ekki koma einkenni þessara greininga fram þegar um mikið álag er að ræða, bæði á vinnustað og í einkalífinu.

„Það er mikilvægt að fólk fái rétta greiningu og að kulnunargreining sé ekki notuð ef um aðrar greiningar er að ræða. Ferlið hvað varðar kulnun er mjög einstaklingsbundið og margt bendir til að huga þurfi að mismunandi þáttum. Samkvæmt nýjustu rannsóknum glíma t.d. margir einstaklingar með kulnun við miklar einstaklingsbundnar kröfur á sjálfa sig, eru svokallaðir fullkomnunarsinnar.“

Þá segir Ingibjörg að miklar breytingar hafi átt sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum og störf sem áður voru talin vera heilbrigð störf eru núna skilgreind sem álagsstörf. Sérstaklega eigi þetta við um störf innan heilbrigðiskerfisins en einnig störf innan menntakerfisins og félagsmálageirans.

„Sérfræðingar í vinnuvísindum vilja meina að sú þróun sem orðið hefur hvað varðar stjórnun og skipulagningu á opinberum stofnunum þar sem unnið er með fólk samsvari ekki þeim störfum. Vöntun á starfsfólki í þessum geirum flækir stöðuna og því mikilvægt að hugað sé að breytingum hvað varðar stjórnun og starfsskipulag á þessum vinnustöðum.“

Lesa má grein Ingibjargar á vef Sameykis undir pistlar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)