Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. desember 2022

Ríkissjórnin setji fólk í forgrunn

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður NSRN.

Formaður BSRB, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, segir í skoðanagrein Nýr samfélagssáttmáli á Kjarnanum að stundin sé runnin upp fyrir nýjan samfélagssáttmála þar sem stjórnvöld hafa það að leiðarljósi að setja fólk í forgrunn og sé forsenda forsenda lýðræðis, jafnréttis, jafnrar skiptingar gæða og þrautseigju sem þarf til að bregðast við þeim áskorunum sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Segir Sonja Ýr að Seðlabanki Íslands og ríkisstjórnin hafi skapað stöðu sem viðhaldi og næri ójöfnuð og leiði til aukinnar örvæntingar.

„Á síðasta ári átti fjórða hvert heimili á Íslandi erfitt með að ná endum saman, það er áður en verðbólga og vextir tóku að hækka. Það sama átti við um 52% einstæðra foreldra. Leiða má líkum að því að þessi hópur hafi stækkað enda kaupmáttur rýrnað um rúmlega fjögur prósent það sem af er þessu ári vegna hækkandi verðbólgu að ónefndum áhrifum vaxtahækkana Seðlabankans. Þessi staða nærir og viðheldur ójöfnuði sem leiðir til aukinnar örvæntingar og reiði sem dregur úr trú á lýðræðinu.“

Þá segir hún blasa við að fyrsta skrefið í átt að nýjum samfélagsáttmála snúi að heilsu þjóðarinnar, og að efnahagsákvarðanir eigi að þjóna fólki og því þurfi stjórnvöld að marka sér skýra sýn um hvernig samfélag þau vilji stuðla að.

„Góð heilsa snýst ekki eingöngu um úrvals heilbrigðisþjónustu þegar hennar er þörf heldur hvernig við vinnum markvisst að því að tryggja hana. Við vitum úr rannsóknum Embættis landlæknis að fjárhagslegt óöryggi, ónæg félagsvernd og skortur á öruggu húsnæði eru helstu áhrifaþættir heilsuójöfnuðar.“

...

„Nú er tíminn til að efla og fjölga tekjustofnum ríkisins, styrkja almannaþjónustuna og leiðrétta tilfærslukerfin. Það eflir velsæld og jöfnuð og mun skila sér í þróttmeira hagkerfi til lengri tíma. Við verðum að setja jöfnuð og jafnrétti í fyrsta sæti og endurskoða hugmyndir okkar um verðmætasköpun. Það gerum við með því að sameinast um nýjan samfélagssáttmála.“

Lesa má grein Sonju Ýr á Kjarnanum.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)