Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. desember 2022

Landsstjórnin í Færeyjum vill stytta vinnuvikuna

„Ánægður starfsmaður er besti starfsmaðurinn, sem er gott fyrir vinnuveitandann.“

Landsstjórnin í Færeyjum stefnir á styttingu vinnuvikunnar. Í sáttmála samsteypustjórnar Jafnaðarflokks, Framsóknar og Þjóðveldis segir að stefnt skuli að styttingu vinnuvikunnar í 37 stundir og verði stutt með lögum.

Í október sl. mælti Starfvsfelagið, (stéttarfélagfélag opinbers starfsfólks), með því að vinnuvikan yrði stytt og sagði að það væri öllum fyrir bestu hún yrði 37 stundir og mælti Fakfelagsamstarvið einnig með því að vinnuvikan verði stytt sem fyrst.

Í rökstuðningi sagði að í Færeyjum verði til betri vinnumarkaður, framleiðni aukist, þreyta minnkar, veikindadögum fækkar og vinnuumhverfi og fjölskyldulíf batnar, og það er hagkvæmt fyrir vinnuveitendur. Þá segir Starvsfelagið að stytting vinnuvikunnar hjálpi Færeyingum að vera fjölmennari á vinnumarkaðnum sem gerist með sveigjanlegri vinnutíma og styttri vinnuviku. „Ánægður starfsmaður er besti starfsmaðurinn, sem er gott fyrir vinnuveitandann.“

Í rannsóknarskýrslu Otto S. Holm og Regin Berg, sem kom út 2021 og byggði á könnun á Færeyskum vinnumarkaði vegna styttingu vinnuvikunnar, kom í ljós að launafólk er í miklum meirihluta hlynnt styttingu vinnuvikunnar. Þá kom fram að fyrirtæki og stofnanir sem stytta vinnuvikuna ná betri árangri, fá til sín ánægðara starfsfólk og nær samkeppnisforskoti þegar starfsfólk vinnur 37 stundir. Þá verður vinnustaðurinn vinsælli.

Í skýrslu Otto og Regin kom fram að starfsfólki leið betur í styttri vinnutíma, það var jákvæðara og náði betri árangri. „Starfsmaður sem fær tíma til að hvíla sig í lok vinnudagsins er betur settur þegar hann mætir til vinnu næsta dag,“ segir í skýrslunni.

Þá staðfesti könnunin að ólíklegt er að stytting vinnuvikunnar leiði til hækkunar á verði á vöru- og þjónustu. Þá segir einnig m.a. í skýrslunni að reynslan sýnir, að þegar vinnuvikan er stytt þá kjósa fleiri að vinna í fullu starfi en í hlutastarfi.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)