Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. febrúar 2023

Efling hafði betur í Landsrétti gegn ríkissáttasemjara

Sóveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.

Í dag komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að krafa ríkissáttasemjara um að fá afhenda kjörskrá Eflingar sé hafnað. Efling áfrýjaði ákvörðun Hérðasdóms um að félaginu bæri að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá vegna umdeildrar miðlunartillögu embættisins til Landsréttar. Í dómnum segir að skýrlega sé ráðið að ekki var samstaða milli aðila vinnumarkaðarins um hvort rétt væri að veita varnaraðila umráð yfir kjörskrá aðila vinnudeilu í aðdraganda atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu.

Í úrskurðarorðum dómsins segir: Hafnað er kröfu varnaraðila, ríkissáttasemjara, um að fá afhenta eða gerða sér aðgengilega úr hendi sóknaraðila, Eflingu stéttarfélags, með beinni aðfarargerð skrá í vörslum sóknaraðila með kennitölum allra atkvæðisbærra félagsmanna hans sem teljast á kjörskrá sóknaraðila miðað við 26. janúar 2023 og hafa atkvæðisrétt í atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu varnaraðila, sem lögð var fram 26. janúar 2023 í kjaradeilu sóknaraðila og Samtaka atvinnulífsins.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við þetta tilefni: „Þetta er versti áfellisdómur yfir vinnubrögðum ríkissáttasemjara sem hægt var að hugsa sér. Ég treysti því að íslenska ríkið taki rækilega til í sínum ranni gagnvart kjaradeilu Eflingar og SA í ljósi þessarar niðurstöðu. Við krefjumst þess að Aðalsteinn Leifsson verði látinn segja sig samstundis frá deilunni. Við fögnum þessari niðurstöðu innilega.“

Sjá má dóminn í heild sinni hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)