13. mars 2023
Aðalfundur Sameykis haldinn 29. mars

Aðalfundur Sameykis verður haldinn 29. mars n.k. og hefst klukkan 16:30 á Hilton Reykjavík Nordica við Suðurlandsbraut. Aðalfundur Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu er æðsta vald félagsins og skal haldinn fyrir lok marsmánaðar ár hvert.
Skráningu á aðalfund lauk kl. 14 þann 29. mars.
Dagskrá aðalfundar
- Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins á síðastliðnu ári
- Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið almanaksár
- Tekin ákvörðun um tillögur til lagabreytinga og breytinga á reglum sjóða
- Kosinn löggiltur endurskoðandi félagsreikninga, tveir skoðunarmenn og tveir til vara
- Ákveðið árgjald félagsfólks og skipting þess milli sjóða
- Fjárhagsáætlun næsta árs lögð fram til samþykktar
- Ályktanir aðalfundar afgreiddar
- Önnur mál