Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. apríl 2023

Kjaraviðræður við sveitarfélögin í hnút

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.

„Búið er að vinna hörðum höndum að því að sveitarfélögin viðurkenni að þau greiði starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu eins og þeim er skylt samkvæmt lögum.“

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ræddi á fundi með félagsfólki á Seltjarnarnesi, Akranesi, í Höfða og stjórn Sameykis um stöðuna í kjaraviðræðum við sveitarfélögin. Hann sagði að í upphafi kjaraviðræðna hefði verið trú samningarnefndanna að sveitarfélögin myndu sína mikinn samningsvilja að ganga frá kjarasamningum. Þess í stað hafi samninganefndin lent á vegg. Upp kom ágreiningur sem snýst um gildistíma samningsins. BSRB félögin leggja mikla áherslu á að gildistíminn sé frá 1. janúar 2023 til að jafnræðis milli starfsmanna sveitarfélaganna sé gætt. Stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga vill að BSRB hópurinn verði af 25% launabreytingum innan ársins sem samanburðarhópar fá í sinn vasa.

„Þegar svo launataflan er útfærð fá 1. janúar fær starfsfólk sveitarfélaganna innan Starfsgreinasambandsins tæp 10% launahækkun á meðan opinberir starfsmenn innan BSRB, sem vinnur við sömu störf, hlið við hlið, fá enga launahækkun eða standa í stað. Þetta er óþekkt staða sem er nú er uppi. Nú er tekist á um gildistímann um hækkun launa um þriggja mánaða tímabil frá 1. janúar – 31. mars 2023. Í viðræðum við sveitarfélögin kom fram að það verði ekki um það að ræða að hækkun komi til fyrir þetta tímabil. Búið er að vinna hörðum höndum að því að sveitarfélögin viðurkenni að þau greiði starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu eins og þeim er skylt samkvæmt lögum. Í vinnu formannahóps BSRB og hjá félagsfólki hefur komið fram harður tónn vegna óbilgirni sveitarfélaganna og vilji er til að skipuleggja verkföll opinberra starfsmanna sem starfa hjá sveitarfélögunum,“ sagði Þórarinn Eyfjörð á fundinum.

Rétt er að geta þess að önnur aðildarfélög BSRB eiga eftir að fjalla um stöðuna í viðræðunum sem bandalagið leiðir. Viðræðurnar eru í hnút og BSRB félögin, önnur en Sameyki, eiga í samtali við aðildarfélögin um viðbrögðin við stöðunni. Sameyki styður heilshugar við samstöðu annarra aðildarfélaga bandalagsins.

Fréttin var uppfærð kl. 15:08.
Fréttin var uppfærð kl. 16:18.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)