Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. apríl 2023

Réttlæti, jöfnuður, velferð á baráttudegi launafólks 1. maí

Þann 1. maí verður haldinn hátíðlegur alþjóðlegur baráttudagur launafólks. Meginmarkmið verkalýðshreyfingarinnar er að bæta launakjör, verja áunnin réttindi, viðhalda kaupmætti, stuðla að jafnara samfélagi, auka velsæld, stytta vinnuvikuna, bæta húsnæðismarkað og leigumarkað. Einnig hvetja ríkisstjórn Íslands til sanngjarnari skiptingu á arði sem skapast af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, að auki að efla velferðarkerfið, vinna móti veikingu stuðningskerfanna; vaxtabótakerfis, barnabótakerfis, fæðingarorlofskerfis og atvinnuleysisbótakerfis, og styðja við húsnæðisuppbyggingu við óhagnaðardrifin leigufélög á húsnæðismarkaði.

Slagorð sameiginlegrar baráttu launafólks í ár er: Réttlæti-Jöfnuður-Velferð.

Sýnum samstöðu og göngum saman á baráttudegi launafólks.

Dagskrá

Hittumst á Skólavörðuholti kl. 13:00
Gengið verður fylktu liði kl. 13:30 frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti að Ingólfstorgi.

Útifundur hefst á Ingólfstorgi kl. 14:10
Fundarstjóri: Magnús Norðdahl
Ræður flytja: Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ.

Tónlist
Dimma rokkar á torginu og Stefanía Svavars syngur fagra tóna


Internationalinn
Fram, þjáðir menn í þúsund löndum,
sem þekkið skortsins glímu tök!
Nú bárur frelsis brotna á ströndum,
Boða kúgun ragna rök.

Fúnar stoðir burtu vér brjótum!
Bræður! Fylkjum liði í dag -
Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag
þó að framtíð sé falin,
grípum geirinn í hönd,
því Internationalinn
mun tengja strönd við strönd.

Á hæðum vér ei finnum frelsi,
hjá furstum eða goðaþjóð;
nei, sameinaðir sundrum helsi
og sigrum, því ei skortir móð.

Alls hins stolna aftur vér krefjumst,
ánauð þolir hugur vor trautt,
og sjálfir brátt vér handa hefjumst
og hömrum meðan járn er rautt
þó að framtíð sé falin ...

Vér erum lagabrögðum beittir
og byrðar vorar þyngdar meir,
en auðmenn ganga gulli skreyttir
og góssi saman raka þeir.

Nú er tími til dirfsku og dáða.
Vér dugum, - þiggjum ekki af náð,
Látum bræður því réttlætið ráða,
svo ríkislög vor verði skráð.
þó að framtíð sé falin ...

Höfundur texta: Sveinbjörn Sigurjónsson
Höfundur lags: Eugén Pottier.

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)