Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

1. maí 2023

Til hamingju með baráttudag launafólks 1. maí

Alþjóðlegur baráttudagur launafólks á Íslandi er í dag 1. maí og á 100 ára afmæli þessu ári. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu óskar félagsfólki um land allt til hamingju með daginn þar sem hann verður haldinn hátíðlegur undir maísólinni um land allt í dag. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, mun halda ræða að þessu sinni í Hofi á Akureyri þar sem launafólk kemur saman og heldur sína hátíð.

Í Reykjavík munu BSRB félagar hittast ásamt öðrum í verkalýðshreyfingunni upp á Skólavörðuholti kl: 13:00. Gangan hefst kl: 13:30 þegar gengið verður niður Skólavörðustíg, Bankastræti og Austurstræti inn á Ingólfstorg þar sem Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, heldur ræðu ásamt fleirum. Dimma mun rokka á torginu og Stefanía Svavars leikur nokkur lög.

Að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi er boðið í kaffi og kökur í félagamiðstöðinni í BSRB húsinu á Grettisgötu 89.

Fjölmennum í kröfugönguna þar sem yfirskriftin og kröfur launafólks eru; RÉTTLÆTI, JÖFNUÐUR, VELFERÐ.

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)