Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. maí 2023

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið körfum BSRB

Samninganefnd BSRB fyrir sáttafund í húskynnum ríkissáttasemjara í morgun.

Sáttafundur í vinnudeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga var haldinn í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og bar engan árangur í deilunni. Samninganefnd BSRB var fjölmenn á fundinum og lýsti hún afstöðu félagsfólks aðildarfélaga BSRB í vinnudeilunni. Afstaða þess er skýr og endurspeglast vel í niðurstöðum atkæðagreiðslu aðildarfélaganna á laugardaginn sl., en um rúmlega 90-100 prósent félagsfólks kýs að fara í verkföll. Þátttaka í atvkæðagreiðslunni var góð eða frá 66-86 prósent.

Deilan snýst um gildingu kjarasamnings frá 1. janúar 2023 þegar SGS samningurinn var undirritaður fyrir hönd starfsfólks sveitarfélaganna innan Starfsgreinasambandins. BSRB krefst þess að sveitarfélögin virði lög og að gildistíminn sé frá 1. janúar 2023 til að jafnræðis milli starfsfólks sveitarfélaganna sé gætt. Slík vanvirðing stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir starfsfólki, jöfnum launum fyrir sömu störf og jafnræði á vinnumarkaði er fjarstæðukennt.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í ræðu á baráttufundi launafólks 1. maí að það væri fjarstæðurkennt að árið 2023 væru kjarasamningsviðræður 11 aðildarfélaga BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í svo hörðum hnút að grípa þurfi til verkfalla til að knýja fram sömu laun fyrir sömu störf.

„Sveitarfélög landsins, sem berja sér á brjóst fyrir jafnlaunaaðgerðir eru einbeitt í að mismuna fólki. Óheiðarleiki, skortur á fagmennsku og þekkingarleysi á lögfræðilegum grundvallaratriðum einkenna framkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það er orðið tímabært að sveitastjórnarfólk spyrji sig hvers vegna öll aðildarfélög BSRB hafi fyrir mánuði síðan lokið við gerð kjarasamninga við ríki og Reykjavíkurborg án átaka,” sagði Sonja ýr.

Á fundi samninganefndanna í dag voru skilaboð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga skýr. Samninganefnd SÍS sagði þau hafna öllum kröfum BSRB í deilunni.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga virðist vera ein á báti í afstöðu sinni í vinnudeilunni, því fram hefur komið að stjórnendur í fjölmörgum stofnunum sveitarfélaganna standa með kröfum BSRB félaganna.

Þá hafði Samband íslenskra sveitarfélaga vísvitandi reynt að þvæla umræðuna og haldið frammi rangfærslum um ágreiningsatriði við fjölmiðla og stjórnendur sveitarfélaga og stjórnendur Kópavogsbæjar hafa svo dreift þeim rangfærslum til starfsfólks síns með það að markmiði að draga úr þátttöku í atkvæðagreiðslum og koma í veg fyrir verkföll í sveitarfélaginu. BSRB fordæmdi þessa aðför stjórnenda Kópavogsbæjar að lýðræðislegri kosningu félaga SfK og hvatti félagsfólk til að sýna samstöðu og greiða atkvæði um verkföll um land allt.

Starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness mun hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí.

Atkvæðagreiðslum starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja um fara í verkföll 22., 23., 24. 25. og 26. maí og 5,. 6., 7., 8., og 9. júní lýkur á fimmtudaginn næstkomandi.

Verkfall félagsfólks hefst 15. maí.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)