Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. maí 2023

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti verkföll

Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB hafa því samþykkt að leggja niður störf í lok mánaðar.

Verkföll voru samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta eða á bilinu 91 til 100 prósent hjá starfsfólki í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Árborg, Hveragerði og Vestmannaeyjum. Félagsfólk í aðildarfélögum BSRB hafa því samþykkt að leggja niður störf í lok mánaðar. Áður höfðu 900 félagsmenn í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ og Seltjarnarnesi samþykkt verkfallsaðgerðir sem hefjast 15. maí.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er eftirfarandi:

Í Hafnafirði samþykktu 95,36% verkfallsboðun
Í Reykjanesbæ samþykktu 97,97% verkfallsboðun
Í Árborg samþykktu 87,69% verkfallsboðun
Í Ölfus samþykktu 90,91% verkfallsboðun
Í Hveragerði samþykktu 91,55% verkfallsboðun
Í Vestmannaeyjum var atkvæðagreiðslan tvíþætt og samþykktu 100% verkfallsboðun í báðum atkvæðagreiðslum

Þátttaka var góð í öllum sveitarfélögum eða frá 72 til 90%

Um er að ræða starfsfólk, 600 talsins í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, mötuneytim og hafna. Reikna má með að verkföllin hafi umtalsverð áhrif í þessum sveitarfélögum.

BSRB krefst þess að félagsfólk fái sömu laun og fólk í sambærilegum störfum hefur fengið frá 1. janúar. Samninganefnd Sambands íslensks sveitarfélaga hefur boðið launahækkun frá 1. apríl og vísar til þess að BSRB hafi boðist sami samningur og Starfsgreinasambandið undirritaði en BSRB hafnaði.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í hádegisfréttum RÚV að augljóst sé að félagsmönnum blöskri þetta misrétti og skilji ekki af hverju þessi staða sé komin upp. Þeir vilji að sveitarfélögin axli sína ábyrgð og Sonja vonar sjálf að þau hlýði á þessa afgerandi niðurstöðu úr atkvæðagreiðslunni.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)