Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. maí 2023

Krafa um sömu laun fyrir sömu störf

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis á fundi Trúnaðarmannaráðs í dag.

Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis setti fund Trúnaðarmannaráðs Sameykis í dag og ræddi stöðuna í kjaramálum félagsins.

Hann sagði að staðan í samningaviðræðum BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga væri í frosti. Sambandið hefði engan vilja til þess að greiða starfsfólki sömu laun fyrir sömu vinnu og heildarsamtökin gætu ekki sætt sig við slíka kjör fyrir sitt fólk.

„Við eigum í vandræðum með sveitarfélögin. Staðan í þeim samningaviðræðum er sú að þar allt er í frosti. Við mætum þar algjöru viljaleysi Sambandsins í því sem auðvelt væri að leysa ef vilji væri til þess. Í samningum SGS var samið um nýja launatöflu sem tók gildi 1. janúar en okkar fólk ekki fyrr en seinna eða 1. mars með allt annarri launatöflu. Þetta hefur ekki gerst áður og þessi staða hefur skapað gríðarleg vandræði. Við getum augljóslega ekki sætt okkur við að fólk sem vinnur sömu störf fái ekki sömu laun. Því hefur verið boðað til verkfalla sem hefjast næst komandi mánudag 15. maí. Vilji félagsfólks til að fara í verkföll og krefjast réttlætis er fordæmalaus og endurspeglast í niðurstöðum atkvæðagreiðslna um verkföll þar sem 95-100% samþykktu boðanir þar um.“


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)