Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. júní 2023

NTR ráðstefnan haldin næst í Danmörku 2025

Arna Jakobína Björnsdóttir færir Lene Roed líkneski af Iðunni.

NTR ráðstefnunni er nú lokið og verður haldin aftur eftir tvö ár í Danmörku. Lene Roed, formaður HK Kommunal í Danmörku, tekur nú við formennsku NTR næstu tvö árin af Örnu Jakobínu Björnsdóttur, formanni Kjalar stéttarfélags. Við það tækifæri sagði Lene að henni hlakkaði til undirbúningsins og bjóða stéttarfélögum sem starfa á opinberum vinnumarkaði á norðurlöndunum til næstu ráðstefnu 2025 í Kaupmannahöfn.

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður NTR, afhenti Lene Roed formennskuna og færði henni við það tækifæri líkneski af Iðunni, gyðjunni í norrænni goðafræði sem gegnir því hlutverki að gæta gulleplanna sem tryggja goðunum eilífa æsku.

Lene þakkaði fyrir ánægjulegar stundir á Íslandi: „Ég þakka fyrir afskaplega góða ráðstefnu hérna á Íslandi. Það er mjög ánægjulegt að verða vitni að samtakamætti verkalýðshreyfingarinnar á norðurlöndunum og finna fyrir nándinni og vinskapnum milli þjóðanna. Ég þakka fyrir dýrmætar stundir og fróðleg erindi.  Við höldum NTR ráðstefnuna næst í Kaupmannahöfn eftir tvö ár 2025. Við sjáumst þar,“ sagði Lene Roed.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)