Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. ágúst 2023

NSO ráðstefna: Öflug stéttarfélög stuðla að betra og réttlátara samfélagi

Britta Lejon hjá ST stéttarfélagi setti ráðstefnuni. Hér ræðir hún við ráðstefnugesti við það tækifæri.

Nú stendur yfir samnorræn ráðstefna stéttarfélaga opinberra starfsmanna í Arild á Höganäs í Svíþjóð. Á ráðstefnunni hittast formenn og starfsfólk stéttarfélaganna á Norðurlöndunum. Umræðuefnið á ráðstefnunni er tileinkað að þessu sinni loftslagsmálum og kjaramálum.

Sjö manna hópur úr stjórn Sameykis ásamt starfsfólki sækir ráðstefnuna sem stendur yfir í þrjá daga.

Við setningu ráðstefnunnar sagði Britta Lejon hjá ST stéttarfélagi (Fackförbundet ST) í Svíðþjóð að miklar breytingar séu í Evrópu vegna stríðsins í álfunni og þær þjóðir sem búa næst við átakasvæðin standi talsverð ógn af. En einnig vegna þess að órói og óvissa ríkir á vettvangi stjórnmálanna og ýmsar öfgar fara vaxandi. Því er það mikilvægt að lýðræðislegar stofnanir, stéttarfélög og bandalög þeirra séu það sterk og sjálfstæð að þau geti bruðgist við þessum breytingum.


Britta Lejon hjá ST stéttarfélagi í Svíþjóð.

„Þess vegna er svo mikilvægt að forystufólk og starfsfólk stéttarfélaganna á Norðurlöndunum hittist reglulega til að styrkja samstarfið og efla vitund um stöðuna á vinnumörkuðum landanna. Það er gott að sjá ykkur hér. Við munum ræða töluvert um loftslagshlýnunina á þessari ráðstefnu sem ekki hefur farið hjá neinum og kannski komumst við að því hvernig best er að bregðast við henni. Einnig munum við tala um vinnumarkaðinn og hvers vegna öflug stéttarfélög skapa aðhald fyrir stjórnmálin og stuðla að betri og réttlátari samfélögum okkar þjóða,“ sagði Britta Lejon.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)