Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. október 2023

Áfallamiðuð nálgun á vinnustað

Áfallamiðuð nálgun miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður á vinnustaðnum þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð.

Starfsmennt stendur fyrir námskeiði um nálgun sem miðar að því að skapa umhverfi og aðstæður á vinnustaðnum þar sem fólki finnst það öruggt og ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð. Flest fólk verður fyrir einhverjum áföllum í lífinu, en það er misjafnt hversu vel það hefur náð að vinna úr þeim. Í daglegum samskiptum getur miklu skipt að átta sig á því hversu algeng óunnin áföll eru, og hvernig hægt er að koma í veg fyrir að samskipti dagsins í dag ýfi upp sár að óþörfu.

Tilgangurinn með námskeiðinu er að gera fólki kleift að geta komið fram á viðeigandi hátt við skjólstæðinga og/eða samstarfsfólk sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu.

Þá verður kennt á námskeiðinu hvað felst í nálgun þar sem ekki er ýtt undir áfallaviðbrögð og hvernig vinnustaðir geta innleitt slíka nálgun.

Lilja Sif Þorsteinsdóttir, sálfræðingur, fjallar um af hverju það er mikilvægt fyrir fyrirtæki og stofnanir að innleiða áfallamiðaða nálgun, hvað felst í slíkri nálgun, og hvernig vinnustaðir geta innleitt hana. Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir aðildarfélaga Starfsmenntar einnig öllum er frjálst að taka þátt gegn námskeiðisgjaldi.

Skráðu þig hérna á námskeiðið hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)