Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. október 2023

PSI þing: Það er ekki nóg að hafa rétt fyrir sér

Daniel Bertossa, varaformaður PSI.

Nú stendur yfir 31. þing PSI í Genf. Yfirskrift ráðstefnunnar er Fólk fram yfir hagnað (PEOPLE OVER PROFIT). PSI eru alþjóðleg samtök stéttarfélaga á opinberum vinnumarkaði. Umræðuefnið er ásókn einkafyrirtækja í að reka opinbera þjónustu og afleiðingar þess fyrir almenning, alþjóðvæðingin, stríð og spilling í stjórnmálum.


Daniel Bertossa, aðstoðarframkvæmdastjóri PSI.

Daniel Bertossa, aðstoðarframkvæmdastjóri PSI, sagði í opnunarerindi að umræður um framtíð opinberrar þjónustu og aðför hægri öfga stjórnmálaafla að opinberum stofnunum væri ekki nóg að hafa rétt fyrir sér í þeim efnum í baráttunni fyrir réttindum launafólks, né að vita hvað þarf að gera til að ná fram réttlæti. Til að knýja fram breytingar á vinnumarkaði og verja opinber störf og verjast atlögu nýfrjálshyggjunnar að opinberri þjónustu þarf aðgerðir, afl og samstöðu meðal félagsfólks og stéttarfélaga. Það er gert m.a. í gegnum vitundarvakningu og verkalýðspólitík til að fá fólk til að taka virkan þátt. Aflið kemur í gegnum samstöðu fjöldans til að knýja á um kröfuna um samfélagsbreytingar.


Fólki langar til að verja réttindi sín
Christina McAnea, formaður UNISON í Bretlandi, sagði að ekki allir sem starfa á opinberum vinnumarkaði í Bretlandi séu í stéttarfélagi og ástæðurnar fyrir því er t.d. þekkingarleysi sem varða réttindi en einnig hafa stjórnvöld og einkaaðilar unnið að því að fólk sé utan stéttarfélaga. Það sé partur af alþjóðavæðingunni. Hún sagði einnig að fólki langi til að vera virkt í pólitískri umræðu, fólk vill gæta að og verja réttindi sín og fólk hefur löngun til að vita að stéttarfélagið þeirra gætir að þeirra réttindum.


Christina McAnea, formaður UNISON.

„Ég vil að það komi fram hér, og það er mín reynsla, að það er ekki endilega tungutakið sem við notum þegar við lýsum því óréttlæti sem endilega dregur að fólk í stéttarfélög, heldur umhyggja fyrir fólki og samfélaginu öllu. Þá hafa aðgerðir stéttarfélaganna í Bretlandi undanfarið vakið launafólk til vitundar um að það hafi réttindi og röddu og getur haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda í gegnum samstöðu. Verkalýðsfélög um allan heim standa frammi fyrir kerfisbundnu áreiti (attach) fyrirtækja, hægrihreyfinga og ríkisstjórna sem grafa undan réttindum launafólks og veikja þannig verkalýðshreyfinguna - skapa aukið álag á starfsfólk í opinberri þjónustu vegna niðurskurðar, einkavæðingar og útvistunar.

Til að berjast á móti verðum við að byggja upp styrk og samstöðu: finna leiðir til samstöðu, taka virkan þátt í umræðu, fræða og virkja félagsfólk stéttarfélaganna og heildarsamtaka ásamt bandamönnum þeirra til að vinna raunverulegan sigur fyrir launafólk og almenning sem nýtur opinberrar þjónustu," sagði Christina McAnea.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)