Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. október 2023

PSI þing: Fólk fram yfir hagnað

Frá þingi PSI.

Á síðustu sex árum hefur starfsfólk á opinberum vinnumarkaði staðið frammi fyrir margvíslegum krísum; auknum ójöfnuði, auknu valdi einkafyrirtækja í grunnþjónustunni sem er í raun áframhaldandi arfleifð nýlendustefnunnar, sem og COVID-19 heimsfaraldurinn. Þrátt fyrir afturhvarf til niðurskurðar og vaxandi óstöðugleika sjáum við einnig pólitískar breytingar eins og að hörfa frá mörgum af hörðum og ósanngjörnum viðskiptasamningum, dýpri og betri skilnings á hvers vegna opinber þjónusta er mikilvæg og mótspyrnu gegn alþjóðarvæðingu nýfrjálshyggjunnar.

Harris Gleckman, sérfræðingur við miðstöð um stjórnarhætti og sjálfbærni við háskólann í Massachusetts og fyrrverandi yfirmaður skrifstofu um viðskipti og efnhagslega þróun, UNCTAD, sagði á þinginu í dag að við lifum á tímum alþjóðavæðingar þar sem einkafyrirtæki sækja af miklum krafti í að fá að reka opinbera þjónustu. Stjórnmálin og stjórnmálafólk, bankar og kapítalisminn sem er drifkraftur þessa sjá tækifæri í „áskrift“ af peningum sem fylgir því að reka opinbera þjónustu.


Harris Gleckman.

„Efnahagskerfin sem við lifum við virka ekki lengur. PSI og aðildarfélög þeirra þurfa að standa fyrir vitundarvakningu um að kapítalismin og alþjóðavæðingin séu ekki virkir þátttakendur í opinberri þjónustu. Við þurfum að vakna og standa saman í að verja innviðina sem þjóna almenningi. Við þurfum að gera þetta á alþjóða vettvangi. Stóru málin snúast um réttlæti fyrir alla og við þurfum líka að skapa öryggi þannig að fólk getur hvar sem það er statt átt rétt á opinberri þjónustu sem er rekin af almannafé hjá opinberum stofnunum en ekki einkafyrirtækjum sem eðli síns vegna eru rekin út frá sjónarmiðum arðseminnar,“ sagði Harris á þingi PSI í dag.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)