Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. október 2023

PSI þing: „Loftslagmál eru málefni stéttarfélaga“

Christina McAnea, formaður UNISON.

Vision í Svíþjóð og UNISON á Bretlandi buðu til hádegisverðafundar um loftlagsmál á PSI-þinginu í dag. Umfjöllunarefnið var hver viðbrögð verkalýðsfélaga við loftslagsbreytingum gætu verið. Fundurinn fjallaði líka um mikilvægi stéttarfélaga í að deila og taka beinan þátt í að innleiða græn og loftslagstengd málefni á vinnustöðum og samþætta þau inn í kjarasamningagerð.

Fulltrúar frá UNISON og Vision deildu reynslu sinni af „Green Reps“ á vinnustöðum í Bretlandi og Svíþjóð. „Green Reps“ er ný herferð þar sem skorað er á vinnuveitendur á opinberum vinnumarkaði að kolefnislosa opinbera þjónustu. Félagsfólk og aðgerðarsinnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að ná lofslagsmarkmiðum á opinberum vinnumarkaði og tryggja réttlát umskipti og sjálfbært hagkerfi.

Fulltrúarnir sögðu að nauðsynlegt sé að vernda réttlátan aðgang að vatni, einnig aðgang að nauðsynlegri innviðaþjónustu eins og rafmagni. Það væri hluti að réttlátu samfélagi að hafa aðgang að t.d. hreinu vatni og hreinu lofti. Á Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum hafa áhrif loftslagsbreytinganna ekki farið framhjá fólki. Mikil flóð hafa verið í Evrópu sem hafa farið illa með opinbera innviði og álag á opinbera þjónustu hefur margfaldast sem rekja má beint til loftslagsbreytinganna. Stéttarfélögin geta og ættu að beita sér fyrir því að alþjóðleg loftslagsmarkmið nái fram að ganga. Auk þess sögðu fulltrúar stéttarfélaganna að vegna loftslagshrifanna hafa mannréttindi verið sniðgengin sem bitnar aðallega á konum sem starfa í miklum meirihluta í opinberri þjónustu. Það er því ekki síst vegna þess að stéttarfélög verða að vera beinir þátttakendur í loftslagsmálum. Það varðar ekki bara launafólk allt heldur allan almenning líka.

Formaður UNISON á Bretlandi sagði að fulltrúar stéttarfélaga geta beitt sér í gegnum verkalýðspólitík að ná eyrum stjórnvalda og krefjast aðgerða í loftslagsmálum með þeim hætti öllu fólki til heilla.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)