Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. október 2023

PSI þing: Britta Lejon kosinn forseti PSI

Britta Lejon nýkjörinn forseti PSI.

Britta Lejon var kosin forseti PSI á þingi samtakanna í gær og tekur við af Dave Prentis sem hefur verið forseti frá árinu 2010. Hún mun leiða málefni samtakanna sem samanstanda af 30 milljónum opinberra starfsmanna í 154 þjóðlöndum. Britta Lejon er fædd árið 1964 og er sænsk að uppruna. Hún ólst upp í kringum stjórnmál og er sósíaldemókratísk stjórnmálakona. Britta er einkadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Önnu-Gretu Leijon.

Lejon stundaði nám í félagsvísindum í menntaskóla og útskrifaðist frá Spånga menntaskólanum árið 1983. Síðar nam hún menningarfræði við Stokkhólmsháskóla og lauk meistaranámi í þeim fræðum við háskólann í Lundi. Hún starfaði í samgönguráðuneyti Svíþjóðar á árunum 1987–1990.

Lejon var fulltrúi í ríkisstjórn Göran Persson. Hún starfaði hjá samgönguráðuneyti Svíþjóðar á árunum 1987-1990. Hún var ráðherra lýðræðismála í dómsmálaráðuneytinu á árunum 1998-2002, þegar Mona Sahlin tók við af henni. Britta hefur verið formaður ST verkalýðsfélags í Svíþjóð frá því í maí 2012.


F.v. Rosa Pavanelli, Daniel Bertossa, Britta Lejon og Dave Prentis.

Daniel Bertossa tekur við sem framkvæmdastjóri PSI
Daniel Bertossa var kjörinn framkvæmdastjóri á þinginu og tekur við af Rosa Pavanelli sem verið hefur framkvæmdastjóri PSI frá 2012. Daniel var áður aðstoðarframkvæmdastjóri hjá PSI þar sem hann stjórnaði stefnumótun, hagsmunagæslu og stjórnarháttum heildarsamtakanna. Hann stýrði málum PSI á sviði viðskipta, skatta og skulda auk þess að móta framtíðarstefnu opinberrar þjónustu.

Daniel var áður forstöðumaður stefnumótunar í ráðuneyti forsætisráðherra og ríkisstjórnar í Ástralíu. Þar áður var hann sérstakur ráðgjafi ráðherra yfir stjórnun hins opinbera á sviði sveitarstjórnar- og skipulagsmála, frumbyggjamála ásamt því að veita ráðgjöf sem varðar fjölskyldu- og samfélagsþjónustu.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)