Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. október 2023

PSI þing: Setja þarf regluverk um innleiðingu gervigreindar og tæknivæðingu vinnustaðanna

Dr. Christina J. Colclough, stjórnaði umræðum um tæknivæðingum og gervigreind.

Stafræn væðing og gervigreind AI hefur áhrif á starfsfólk, opinbera þjónustu, opinberar stofnanir og efnahagslífið.

Með fyrirheit um aukna skilvirkni og framleiðni eru efnahagskerfi, samfélög, vinnustaðir og opinber þjónusta og stofnanir ríkis og bæja í auknum mæli stafræn. Hvað verðum við að gera til að vernda grundvallarréttindi samfélagsins, góða opinbera þjónustu og lýðræði í tæknivæddu hagkerfi?

Fyrirlesararnir voru Anita Gurumurthy, IT For Change, frá Indlandi, Juan Carlos Hidalgo, ANEJUD, frá Chile og Jan Hochadel, AFT, frá Bandaríkjunum.


Anita Gurumurthy.

„Opinberar stofnanir verða háðar tækninni með þeim hætti að upplýsingar eru keyptar frá einkafyrirtækjum, risum í tæknigeiranum eins og Google sem raka til sín opinberu féi. Stéttarfélög og opinberar stofnanir ríkisins hafa einnig þurft að bregðast við ofgreiðslum til tæknifyrirtækja. Það er ekkert samhengi í því hvernig tæknirisarnir komast hjá því að greiða skatta af sínum arði í löndum af féi sem kemur úr opinberum sjóðum. Tæknirisarnir eru snjallir og leika á kerfin með því að útvista störfum um allan heim og þannig flytja þekkinguna, peninga og störfin úr landi. Allir eiga í raun rétt á því að hafa geiðan aðgang að upplýsingum um hvernig algóritminn og gervigreindin er notuð í opinberum störfum. Við þurfum að krefjast þess í gegnum stéttarfélög og samstöðuna sem því fylgir að hafa aðgang og gagnsæi á þessu sviði. Starfsfólk á rétt á því hvernig tæknivæðingin er innleidd á opnberum vinnustöðum og að störf launafólks séu vernduð fyrir þessari nýlendustefnu tæknirisanna sem vilja leysa fólk af hólmi, og hverjum langar til að leysa fólk af hólmi fyrir t.d. vélmenni og gervigreind?,“ sagði Anita.


Juan Carlos Hidalgo.

„Við verðum að vernda opinber störf! Eftir COVID-19 faraldurinn áttuðu stéttarfélögin og starfsfólk í opinberri þjónustu að tæknivæðingin dundi yfir það í faraldrinum og það þurfti að aðlagast henni hratt. Við lærðum líka að ýmsar opinberar stofnanir sátu samt eftir því ekki var til löggjöf yfir hvernig og hvort ætti að innleiða nýja tækni og veita fjármunum í það. Þess vegna verðum við að búa til löggjöf um innleiðingu á nýrri tækni, bæði til að vernda störf, efla upplýsingu og bæta opinbera þjónustu. Tæknivæðingin á að þjóna fólki en ekki öfugt. Vinnum saman að því að búa til stefnu á vettvangi PSI til að vernda opinber störf fyrir tæknirisunum. Leiðtogar opinberra stéttarfélaga skipta öllu máli til að við náum árangri,“ sagði Juan Carlos Hidalgo frá Chile.


Jan Hochadel.

„Í Bandaríkjunum er mikill metnaður opinbers starfsfólks að vera afkastamikið. Því miður draga ríkisstjórnir fylkjanna lappirnar í að veita féi til að starfsfólkið geti tekið þátt í því að innleiða nýja tækni með góðum árangri. Tilhneigingin er sú að útvista verkefnum og forritun á hugbúnaði fyrir opinberar stofnanir til einkaaðila. Nýlega í Massachusetts, í mínu heimalandi, kom upp sú staða að opinber spítali útvistaði forritun á hugbúnaði vegna læknisaðgerða. Það fór illa. Einkaaðilinn sem sá um forritunina tók yfir forritið eftir afhendingu vegna meintra vangoldinna greiðslna. Spítalinn gat því ekki framkvæmt aðgerðir, og hvorki spítalinn né ríkisstjórnin fékk aðgang að forritinu vegna laga um leynd í reksti einkaaðila. Þannig tók þetta einkafyrirtæki yfir opinberar upplýsingar um sjúklinga og starfsfólkið. Þetta er því miður algeng saga í opinberri þjónustu í Bandaríkjunum. Stjórnmálafólk yppti öxlum, ríkisstjórnin líka. Þetta endaði með því að spítalinn fékk aldrei gögnin og hugbúnaðinn, því var stolið. Þetta hljómar eins og lygi en er satt. Alls kostaði þetta verkefni eina milljón dollara af skattféi borgaranna og fyrirtækið starfar enn,“ sagði Jan Hochadel.

Niðurstöður fundarins leiddu til þeirrar niðurstöðu að gervigreindin gerir í raun ekki neitt og mun aldrei koma í stað starfa í opinberri þjónustu. Þingið var sammála því sem Anita sagði að vélmenni og gervigreindin koma ekki í stað fólks.

Dr. Christina J. Colclough, stjórnaði umræðum. Hún er almennt talin leiðtogi í framtíð opinberra starfa í tæknivæddum heimi. Hún er talsmaður/rödd opinberra starfsmanna og sterkrar og vandaðrar opinberrar þjónustu. Hún stofnaði verkefnið Why Not Lab með það að markmiði að endurmóta stafræna tæknivæðinu fyrir stofnanir, þannig að mannréttindi, frelsi og sjálfræði séu virt og vernduð í opinberum storfum.

„Opinbert fé ætti aldrei, aldrei að sjálfvirknivæða,“ sagði Christina í lok fundarins.


  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)