Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. október 2023

PSI þing: „Allt fólk er velkomið í okkar samtök“

Rosa Pavanelli, fráfarandi framkvæmdastjóri PSI ávarpar þingheim vegna mótmælanna í gær.

Á degi þrjú á þingi PSI hóf Rosa Pavanelli, fráfarandi framkvæmdastjóri PSI, fundinn með því að ávarpa sérstaklega mótmælin sem hófust fyrir utan þingsalinn í gær þegar ályktun nr. 3 var rædd sem fjallar um réttindi LGBT+ og hinsegin fólks.

„Við stöndum öll saman gegn hatri, hverju nafni sem það nefnist. Við stöndum saman gegn hatursoðræðu um hinsegin fólk, LGBT+ og aðra minnihlutahópa. Við, í þessum alþjóðasamtökum opinbers launafólks, höfnum allri hatursorðræðu og kúgun þessara hópa. Við skulum minnast þess að við eigum öll rétt á því að lifa eins og við viljum. Við þurfum að tryggja þeim hópum, án tillits til kyns, hörundslitar eða hverra trúar það er, að fá að lifa eins og það langar til í friðsæld og öryggi hvar sem það er statt í heiminum,“ sagði Rosa Pavanelli.

Undir þessi orð tók Dave Prentis, fráfarandi forseti PSI, sem ávarpaði þingið með þeim orðum að samtökin styður minnihlutahópa gegn hatursorðræðu og kúgun, LGBT+ og hinsegin fólk og allt félagsfólk er velkomið í PSI. Þá fordæmir PSI, eins og stendur í samþykktum þess, allt ofbeldi gegn minnihlutahópum eins og þingheimur varð vitni að í gær.


Dave Prentis, fráfarandi forseti PSI situr undir sérstöku ávarpi Rosa Pavanelli.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)