Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. október 2023

PSI þing: Barátta UNISON gegn kynbundnum launamun

Kynbundinn launamunur er kerfislægur um allan heim. Konur í Skotlandi mótmæla kynbundnum launamun.

Á þingi PSI var sýnt myndband frá UNISON stéttarfélagi í Skotlandi sem sýndi þingheimi dæmi um hvernig kvennastéttum er haldið niðri í launum á vinnumarkaðnum. Stjórnvöld í Skotlandi og víðar standa að kerfisbundnum og kynbundnum launamun. Konur eru beðnar um að vinna lengur og leggja meira á sig í sínum störfum en karlar. Þá er virði starfa þeirra í grunnþjónustunni, í ummönnunarstörfum og innan heilbrigðiskerfisins, ekki virt til launa á meðan vinnuafl kvenna halda samfélögunum gangandi. Þær eiga bara að leggja meira á sig fyrir minni laun en karlar. Konurnar sem komu fram í myndbandinu sögðu ýmiss baráttumál eins og #metoo hreyfingin hafi opnað augu þeirra fyrir kynbundnum launamun.

Þá sé launajafnrétti hluti af daglegri baráttu UNISON gegn rótgróinni hlutdrægni og kerfisbundnu misrétti á vinnumarkaðnum.

„Við erum knúin áfram af skuldbindingu okkar til að losna við staðalmyndir sem vanmeta starfsmenn. Það er hins vegar stórkostleg að verða vitni að því í löndum um allan heim að stéttarfélög og samfélögin séu að vakna til vitundar um þennan kynbundna launamun sem er kerfislægur. Þetta er ekkert annað en ofbeldi gegn konum og við þolum þetta ekki lengur og við stöndum allar saman gegn þessum ofbeldi gegn konum,“ sagði einn mótmælandinn í myndbandinu.


Kynbundinn launamunur er ofbeldi.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)