Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. október 2023

Áfram stelpur!

Kvennakórinn Katla.

Tökumst allar hönd í hönd og höldum fast á málum þó ýmsir vilji aftur á bak en aðrir standa í stað, tökum við aldrei undir það.

Liðin eru 48 ár frá fyrsta kvennaverkfallinu þar sem konur komu saman víða um land og mótmæltu kynbundnum launamun og kerfisbundnu launamisrétti og ofbeldi. Því verður útrýma. Konur og kvár krefjast aðgerða og hvetja til samstöðu á morgun 24. október undir yfirskrifinni KALLARÐU ÞETTA JAFNRÉTTI!

Kvennakórinn Katla kom saman í tilefni þessa og sungu saman Áfram stelpur.

Í augsýn er nú frelsi
og fyrr það mátti vera,
nú fylkja konur liði
og frelsismerki bera.
Stundin er runnin upp.
Tökumst allar hönd í hönd
og höldum fast á málum
þó ýmsir vilji aftur á bak
en aðrir standa í stað,
tökum við aldrei undir það.

En þori ég, vil ég, get ég?
Já, ég þori, get og vil.
En þori ég, vil ég, get ég?
Já ég þori, get og vil.

Texti eftir Dagnýju Kristjánsdóttur.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)