Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. nóvember 2023

Mótmæla harðlega yfirtöku á starfsmatinu í ályktun á landsfundi

Landsfundi bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB í Keflavík, lauk upp úr hádegi í dag. Á fundinum var meðal annars rætt um reynsluna af kjarasamningaviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) síðastliðið vor, sameiginlegu verkfalli og niðurstöðu samninganna. Rætt var um hvað gekk vel í þeirri baráttu og hvað mætti læra af fenginni reynslu. Einnig voru innri mál rædd eins og umhverfi Kötlu-félagsmannasjóðs og farið yfir stöðu mannauðssjóða félaganna.

Sérstaklegar var fjallað um starfsmatskerfið SAMSTARF sem bæjarstarfsmannafélögin ásamt Sameyki eru aðilar að. Starfmatskerfið er nýtt til að tryggja eftir bestu getu jafnræði í launasetningu og meta virði starfa til launa. Talsverð óánægja er meðal bæjarstarfsmannafélaganna vegna framgöngu SÍS innan starfsmatskerfisins.

Ljóst er að í komandi kjarasamingum munu stéttarfélögin leggja áherslu á að sameiginleg stjórn verði sett yfir kerfið, þar sem samtök launafólks annars vegar og Reykjavíkurborg og SÍS hins vegar ættu sína fulltrúa í jöfnu hlutfalli. Fundurinn samþykkti ályktun þar að lútandi sem sjá má hér.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)