Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. desember 2023

Aðförin að verkfallsrétti launafólks

Sonja Ýr gagnrýnir SA sem heldur því fram að flugumferðarstjórar sé heimtufrek hálaunastétt.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar á visir.is pistil þar sem hún gagnrýnir harðlega ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins og þá aðför sem hagsmunasamtök atvinnurekenda standa í að svipta launafólk verkfallsréttinum. Skrifar Sonja pistilinn vegna kjarabaráttu flugumferðarstjóra og segir að SA hafi útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn.

„Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna,“ segir Sonja Ýr.

Þá segir Sonja Ýr að SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum.

„Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara.“

Hún segir að samlíkingin með kaffistofuna í ímyndarherferð SA er gerð til að renna stoðum undir þá herferð SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Sonja segir að öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda.

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, hafnar því alfarið í fjölmiðlum að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósent launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og segir að meðallaun standi saman af grunnlaunum, vaktaálagi, óhóflegri yfirvinnu og óreglulegum öðrum greiðslum sem eru af ýmsum toga. Hann segir að grunnlaunin ein og sér hjá flugumferðarstjórum sé rétt undir 700 þúsund krónur.

Bæði SA og Samtök ferðaþjónustunnar kvarta sáran um að þurfa að ganga að kjaraborðinu og semja við flugumferðarstjóra sem hafa reynt í þrjá mánuði með viðræðum að ljúka kjarasamningi við SA. Formaður SAF, Bjarnheiður Hallsdóttir, sagði á Sprengisandi í gær að hún hafi fyrir hönd sinna hagsmunasamtakanna kraftist þess að sett verði lög á aðgerðir flugumferðarstjóra og það umsvifalaust. Tekjutapið af verkfalli telji á milljörðum króna og krafist verði skaðabóta til ríkisins. Rétt er að taka fram að ferðaþjónustan er í 11 prósenta virðisaukaskattsþrepi á meðan aðrar atvinnugreinar eru í 24 prósent virðisaukaskattsþrepi.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)