Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. febrúar 2024

Málþing um mannauðsmál og Stofnun ársins haldið í dag

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari og fjölmiðlakona setti málþingið Velsæld á vinnustað í dag. Ljósmynd/BIG

Sameyki heldur málþing í dag kl. 14:00 á Hilton Nordica Reykjavík um mannauðsmál sem ber yfirskriftina Velsæld á vinnustað. Þar verður fjallað um helstu úrlausnarefni sem stjórnendur vinnustaða og stofnana standa frammi fyrir þegar kemur að geðheilbrigði starfsfólks. Rætt verður um áhrif stjórnunar og vinnufyrirkomulags á geðheilsu starfsfólks, um skyldur og ábyrgð stjórnenda og þá þætti sem líklegir eru til að draga úr geðheilsu á vinnustað en líka þá þætti sem efla geðheilsu á vinnustað.

Fyrirlesarar á málþinginu eru: Helena Jónsdóttir, klínískur sálfræðingur, Sóley Kristjánsdóttir, stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafi hjá Gallup, Ragnhildur Vigfúsdóttir, mark- og teymisþjálfi og Tómas Bjarnason, sviðsstjóri stjórnendaráðgjafar Gallup.

Að loknu málþinginu verður hátíðin Stofnun ársins sett þar sem veittar verðar viðurkenningar þeim stofnunun og vinnustöðum í opinberri þjónustu sem skarað hafa framúr á sviði mannauðsmála.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu vill með málþinginu vekja athygli á hve mikilvægt er að stjórnendur stofnana ríkis og sveitarfélaga hugi að mannauðsmálum og velsæld á vinnustöðum til að stuðla að betri vinnustað, ánægðari starfsfólki og betri þjónustu við almenning.

Stofnun ársins er nú stærri en nokkru sinni fyrr þar sem 17 þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem framkvæmd var á haustmánuðum 2023.

Málþingsstjóri er Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari og fjölmiðlakona.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í gegnum streymi hér.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)