Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. mars 2024

Hver ber ábyrgð af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi?

ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF standa fyrir hádegisfundi í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars nk.

Yfirskrift fundarins er „Hver ber ábyrgð? Af umönnunarbili, fæðingarorlofi og tekjutapi" og verður hann haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, sal FG á 2. hæð og streymt á Zoom kl. 11:30-13:00, 8. mars. Hann fer fram á íslensku en rittúlkun verður á ensku.

Fundarstýra: Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM

Fyrirlesarar verða:
Guðný Björk Eydal, prófessor í félagsráðjöf. Fæðingarorlof - reynsla, þróun og framtíðarsýn - 20 mín.

Maya Staub, sérfræðingur hjá Vörðu rannsóknastofnun vinnumarkaðarins. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi

Halldóra Guðmundsdóttir, varaformaður Félags stjórnenda leikskóla. Titil erindis vantar, samanburðartölur/staðan í leikskólamálum, virðing, peningar og fólk.

Að loknum erindum verða pallborðsumræður með Anna Maria Milosz - skrifstofufulltrúi hjá Reykjavíkurborg , Guðnýju Björk Eydal - prófessor í félagsráðgjöf, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur - hagfræðingur BSRB, Sveinlaugu Sigurðardóttur - varaformaður Félags leikskólakennara

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)