Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. nóvember 2025

Dýrt að missa gott starfsfólk, enn dýrara að endurnýja stöður

Kári Sigurðsson, formaður Sameykis. Ljósmynd/BIG

Formaður Sameykis, Kári Sigurðsson, segir í Tímariti Sameykis að markaðsvæðing í grunnþjónustunni veikir velferðarkerfið. Hann segir jafnframt að slík markaðsvæðing grafi undan réttlæti og öryggi almennings. „Það er greinileg stefna síðustu ára að draga úr hlutverki hins opinbera og færa verkefni til einkaaðila, en samfélag án leikreglna og ábyrgðar verður ósanngjarnt og brothætt.“

Þá hafnar Kári alfarið hugmyndum um að rýra réttindi opinberra starfsmanna með því að veikja eða afnema áminningarskylduna. „Að leysa mannauðsvanda með því að skera niður réttindi er einfaldlega rangt,“ segir hann og hvetur stjórnvöld til að styrkja stjórnendur og mannauð í stað þess að draga úr vernd starfsfólksins. „Það hefur verið vinsælt að tala um afnám áminningarskyldunnar sem lausn á mannauðsvanda ríkisins, en raunveruleg lausn felst í að fjárfesta í fólki. Við þurfum að gera stjórnendur sterkari, veita þeim þjálfun og verkfæri til að leiða vel. Það er þar sem fjármunirnir eiga að fara. Það er dýrt að missa gott starfsfólk og enn dýrara að endurnýja stöður.“

Kári segir að opinberir starfsmenn haldi uppi grunnstoðum samfélagsins og að sýn sem lítur á þá sem hindrun sé hættuleg. „Við verðum að standa vörð um réttindi fólks og grunnþjónustuna sem heldur landinu gangandi.“

Lesa má viðtalið við Kára hér

Lesa má Tímarit Sameykis 4. tbl 2025 hér