Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. maí 2020

Stjórn Sameykis fordæmir uppsagnir hjá Seltjarnarnesbæ

Stjórn Sameykis fordæmir uppsagnir starfsmanna í mötuneytum Seltjarnarnesbæjar.

Stjórn Sameykis fundaði í gær og sendi frá sér eftirfarandi ályktun vegna uppsagna hjá Seltjarnarnesbæ.

Ályktun
Stjórn Sameykis fordæmir uppsagnir starfsmanna í mötuneytum Seltjarnarnesbæjar. Starfsfólk mötuneytanna hjá Seltjarnarnesbæ hefur í áraraðir sinnt leik- og grunnskólabörnum bæjarins af alúð og metnaði. Verðmætið í reynslu þeirra og tengslum við samfélagið er haft að engu þegar öllum starfsmannahópnum er sagt upp og einkaaðila falið verkið með þeim orðum að nú þurfi að spara.

Stjórn Sameykis mótmælir harðlega þeirri tilhneigingu opinberra aðila að segja upp tekjulægstu hópunum þegar leitað er leiða til að skera niður kostnað. Í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu hefði Seltjarnarnesbæ verið nær að setja metnað sinn í starfsemi mötuneytanna og hlúa að þeirri mikilvægu þjónustu sem þau veita börnum og starfsfólki bæjarins. Einkavæðingu opinberrar þjónustu fylgir oftast verri þjónusta sem til lengri tíma reynist dýrari.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)