Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. september 2023

Ályktun stjórnar um tillögu forstjóra Kauphallarinnar að einkavæða Landsvirkjun

Landsvirkjun. Ljósm./Landsvirkjun.

Stjórn Sameykis mótmælir harðlega þessum málfutningi og hvetur almennig til að standa vörð um sameiginlegar eigur þjóðarinnar.

Stjórn Sameykis lýsir sig andvíga hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar. 

Í viðtali við forstjóra Kauphallarinnar í þættinum Dagmál á mbl.is ræddi forstjóri Kauphallarinnar um jákvæðar afleiðingar þess að 20 prósenta hlutur í Landsvirkjun yrði seldur. Þá nefndi forstjórinn að slík sala myndi laða að erlenda fjárfesta vegna stærðar fyrirtækisins og sérstöðu Landsvirkjunar í orkuöflun. Þá taldi hann að með því að einkavæða 20 prósenta hlut myndi íslenski markaðurinn komast upp um flokk í MSCI-vísitölufyrirtækinu sem myndi hafa jákvæð árhrif á fjármagnsinnflæði. Þessar hugmyndir sem ganga út á að komast yfir auðlindir þjóðarinnar eru fjarstæðukenndar. Því miður þer þetta þó ekkert einsdæmi eins og almenningur hefur orðið vitni að þessi misserin í viðskiptalífinu og í íslenskum stjórnmálum.

Reynsla Íslendinga af einkavæðingu opinberra stofnana og innviða eru þeim í fersku minni. Það er aðkallandi að samfélagið, stjórnmálin og almenningur allur standi núna vörð um eigur þjóðarinnar. Stöðva þarf ásælni þessara fjármálaafla í eigur þjóðarinnar. Nú þegar er verið að selja vatnsauðlindir, búið er að selja stóran hluta Íslandsbanka og fleiri innviðafyrirtækja í grunnþjónustunni, svo ekki sé minnst á hvernig búið er að afhenda þröngum hópi okkar sameiginlegu fiskveiðiauðlind.

Stjórn Sameykis mótmælir harðlega þessum málfutningi og hvetur almennig til að standa vörð um sameiginlegar eigur þjóðarinnar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)