Fellur niður - Sparnaður og lán í verðbólgu og hækkandi vöxtum

Af óviðráðanlegum orsökum fellur námskeiðið niður, stefnt er að því að bjóða upp á það á vorönn.
Á skömmum tíma hafa aðstæður til ávöxtunar fjármuna og lántöku gjörbreyst. Vextir hafa hækkað mikið og langt er síðan verðbólga hefur mælst jafn há. Hvers vegna hefur þetta gerst og í hvað stefnir? Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á heimilisfjármálin og hvernig getum við brugðist við?
Þetta er meðal þess sem Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, ræðir ásamt því að svara spurningum þátttakenda um efnahagsástandið.
Skráning hér