Sameyki stendur fyrir fjölskyldu og gróðursetningarferð í „Landnemareit“ Sameykis í Heiðmörk sunnudaginn 18. maí milli kl. 12 og 15, þar sem félagsfólki býðst að taka þátt í frekari gróðursetningu í reitnum.
Boðið verður upp á veitingar fyrir alla fjölskylduna í fallegu umhverfi.
Gott er að leggja bíl á svokölluðu Borgarstjóraplani, en þaðan er rúmlega 600 metra löng ganga í lundinn. Leiðin verður vel merkt með flöggum Sameykis.
Skráning er á viðburðinn til að hægt sé að áætla veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur!