Stytting vinnuvikunnar - námsstofur - vaktavinna
Vinnustofur fyrir trúnaðarmenn vegna styttingu vaktavinnunnar voru boðaðar á vorönn en markmiðið með þeim var að gera trúnaðarmenn sem vinna í vaktavinnu hæfari í að takast á við það verkefni að stytta vinnuvikuna. Einnig að auka skilning trúnaðarmanna á nýjum launahvötum og mikilvægi jafnrar dreifingar vinnutíma og álags í nýju vaktakerfi. Námsstofurnar fóru fram á Teams. Þá voru einnig haldnir umræðufundir fyrir minni hóp trúnaðarmanna um leiðir og lausnir við innleiðingu styttingu vinnuvikunnar.
Dagskrá námsstofu um Styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu:
- Fylgiskjal II og undirbúningsvinnan
- Kerfisbreytingar sem taka gildi 1. maí 2021
- Í nýju launamyndunarkerfi
Hlé - Vaktakerfið mitt – hópavinna
- Dæmi um breytingar
- Spurningar og samantekt
Forkröfur fyrir námskeið: Áður en trúnaðarmaður mætir á námsstofu þarf hann að fara inna á www.betrivinnutimi.is og setja eigin vaktarúllu hér inn í vaktareikni. Ef upp koma vandræði eða spurningar vakna á trúnaðarmaður að nota tækifærið og safna þeim saman og nýta sem fyrirspurnir inn á námsstofuna. Með slíkum undirbúningi næst mun meiri skilningur og árangur á efni námsstofunnar. Athugið að það getur verið aukinn styrkur að blanda samstarfsfólki og/eða stjórnendum inn í þessa innsetningaræfingu þannig að fleiri fyrirspurnir og/eða meiri skilningur komi út úr æfingunni.
Tímasetningar á námsstofum:
- Fim. 21. janúar kl. 9-11
- Mán. 25. janúar kl. 14-16
- Mið. 27. janúar kl. 9-11
- Þri. 2. febrúar kl. 10-12
- Fim. 4. febrúar kl. 13-15
Stytting vinnuvikunnar - námsstofur - dagvinna
Sameyki boðaði trúnaðarmenn sína á námsstofur á haustönn 2020 til þess að styrkja þá í hlutverki sínu til að taka þátt í og eða standa vörð um þá vinnu sem var framundan á vinnustöðum í styttingu vinnuvikunnar. Trúnaðarmönnum var skipt upp eftir eðli vinnustaða og boðaðir sérstaklega í tölvupósti. Búið er að halda vinnustofur vegna styttingu dagvinnunnar.
Stytting vinnuvikunnar er langþráður áfangi sem náðist í síðustu samningum og því mikilvægt að vel takist til í þeirri vinnu. Vel var hugað að sóttvörnum, m.a með því að takmarka fjölda á hvert námskeið þannig að hægt væri að tryggja 2 metra bil á milli fólks, andlitsgrímur voru aðgengilegar og spritt. Þeir sem ekki treystu sér á slík mannamót gátu tekið þátt í fjarfundi.
Námsstofan samanstóð af eftirfarandi þáttum:
- Lífsgæði = Breytt samfélag, tímamótasamningar
- 36 klst vinnuvika
- Aðskilja heimili og vinnu
- Hlutverk og staða trúnaðarmanns
- Fylgiskjal I og II
- Vinnutímahópur
- Hvernig á að skipa fulltrúa? (könnun/kosning)
- Greining vinnustaðar = hvernig næst markmiðið um 36 stunda vinnutíma? – dæmi
- Næstu skref
- 1. október 2020
- 1. janúar 2021
Umræður á fundi trúnaðarmanna 10. nóv. 2020