Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. febrúar 2023

Orlofsblað Sameykis er komið út

Orlofsblað Sameykis er komið út og er á leið í pósti til félagsfólks. Í blaðinu má finna allar upplýsingar um orlofseignir félagsins sem stendur félagsfólki til boða í úthlutun í sumar.

Einnig eru í blaðinu kynntar eignir sem verða einungis í dagleigu í sumar og eru þær merktar sérstaklega í flipa við hvert hús. Félagið á nú 69 eignir, þar af þrjár á Spáni. Sameyki leggur mikla áherslu á að bjóða félagsfólki upp á falleg orlofshús með góðri aðstöðu í fallegu umhverfi. Þá tekur Sameyki á leigu nokkrar eignir víðs vegar um landið til að bjóða félagsfólki fjölbreyttari orlofskosti eins og í Hrísey, Hellissandi, Suðureyri við Súgandafjörð og Einarsstaði á Völlum á Fljótsdalshéraði.

Til stendur að endurnýja orlofshúsin í Húsafelli og orlofshúsið í Kjarnabyggð á Akureyri ásamt Hólasetri í Biskupstungum. Þessi orlofshús munu verða boðin félagsfólki til útleigu um leið og framkvæmdum þar lýkur. Endurnýjun á orlofshúsum í Eyrarhlíð í Munaðarnesi er nú lokið. Þá var orlofshús félagsins við Arnarstapa á Snæfellsnesi endurnýjað með glæsileglegum hætti og málað að utan.

Frestur til að sækja um orlofshúsin er frá 6. mars til 27. mars. Úthlutun lýkur 30. mars. Orlofstímabilið er 26. maí til 25. ágúst 2023. Dagleiguhús opna 21. apríl.

Óskum við þess að félagar í Sameyki hafi ánægju af því að skoða þá orlofskosti sem í boði eru í orlofsblaðinu og njóti þess að dvelja í orlofshúsum félagsins.

Hægt er að lesa Orlofsblað Sameykis á rafrænu formi hér.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)