Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. júní 2023

Félagsfólk Sameykis á ferð og flugi í sumrinu

Flóra Íslands.

Nú er sumarið brostið á með blíðskaparveðri, og í sumum landshornum með betra verði en annarsstaðar. Félagsfólk í Sameyki tekur sér sumafrí og hleður batteríin og nýtur þess að dvelja í orlofshúsum félagsins með fjölskyldum sínum. Aðrir nýta sér ferðaávísanir til að gista innanlands eða fara í skipulagðar gönguferðir. Þá notar margt félagsfólk ferðaávísun upp í kaup á flugmiða til útlanda. Ekki má gleyma útilegukortinu sem veitir félagsfólk aðgang að tjaldsvæðum um land allt, og með veiðikortið upp á vasann er stutt í ævintýrin í vötnum landsins.

Flóra Íslands
Þá er ekki síður skemmtilegt að gefa gaum að flóru Íslands þegar lagst er út í náttúruna. Mosi er ekki bara mosi. Til eru um 600 tegundir af mosa á Íslandi og skiptast í tvo meginflokka – laufmosa og soppmosa. Mun fleiri tilheyra fyrrnefnda flokknum. Á ljósmyndinni er þykk mosaþemba gerð af hraungambra sem í daglegu tali er oftast nefndur grámosi eða gamburmosi. Líkami laufmosanna er myndaður af grænum sprotum sem er þéttsetnir af örsmáum laufblöðum.