Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. júní 2023

Hleðsla rafmagnsbíla

Bannað er að hlaða rafmagnsbíla í orlofshúsum Sameykis

Sameyki vill vekja athygli félagsfólks á því að ekki er gert ráð fyrir að hægt sé að hlaða rafmagnsbíla með því að stinga þeim í samband við rafmagn inn um glugga orlofshúsanna né annars staðar í tengla í orlofshúsum. Það er því bannað að hlaða rafmagnsbíla í orlofshúsum Sameykis.

Af því getur skapast ýmis hætta eins og eldhætta. Enn sem komið er þurfa eigendur rafmagnsbíla að fara á uppbyggðar hleðslustöðvar til að hlaða bíla sína rafmagni en víða eru þær í næsta nágrenni orlofshúsanna.

Þrjár hleðslustöðvar eru á orlofssvæði Sameykis í Munaðarnesi og tvær í Vaðnesi. Hleðslustöðvar eftir landshlutum og næsta nágrenni orlofshúsa Sameykis um land allt má sjá á vef Rafbílasambands Íslands.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)