Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. ágúst 2023

Gil og gljúfur

Fjaðrárgljúfur

Á Íslandi eru til ótalmörg gil og gljúfur sem áhugavert er að skoða. Mörg þeirra hafa mikið aðdráttarafl vegna fegurðar sinnar og eru vinsælir áfangastaðir.

Á myndinni er Fjaðrárgljúfur sem er talið eitt af fallegustu náttúruundrum hér á landi og er staðsett innan við Hunkubakka, rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Fjaðrárgljúfur er talið hafa orðið til fyrir um níu þúsund árum síðan og myndaðist þegar áin bar með sér jökulaur og sand sem sorfið hefur móbergið og myndað gljúfrið.

Hægt er að ganga inn eftir Fjaðrárgljúfri eða á slóða upp með því, á barmi þess, og sjá fegurð þess ofan frá. Ferðafólk þarf að hafa í huga þegar gengið er inn með Fjaðrá að vaða þarf nokkuð oft yfir hana. Einnig eru fossar í gljúfrinu sem eru ókleifir og því þarf að fara þarf sömu leið til baka. Fjaðrárgljúfur er hæst um 100 metrar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)