Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. ágúst 2023

Náttúrulaugar

Kona nýtur náttúrulaugar á Íslandi.

Það er notalegt að dýfa sér í heita náttúrulaug eftir góðan göngutúr. Liggja þar og njóta náttúrunnar í einstöku umhverfi. Náttúrulaugar eru fágætar náttúruperlur og finnast um allt land.

Þekktastar eru Landmannalaugar, Hellulaug á Vestfjörðum, Grettislaug og Stórugjá á Norðurlandi, á Austurlandi er Laugarfellslaug við Laugarfellsskálar, á Suðurlandi Hrunalaug í Biskupstungum, Vígðalaug við Laugarvatn og Reykjafellslaug við Hveragerði.

En þar með er ekki allt upptalið. Það má grúska og finna fleiri náttúrulaugar, hvar þær eru staðsettar á landinu, og hægt er að baða sig í á vefnum islandihnotskurn.is eða í bókinni Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)