Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. janúar 2024

Nýr orlofskostur bætist við á Spáni

Quesada, Av. de Málaga 22, Blocke 36, íbúð 129.

Sameyki býður félagsfólki sínu nýjan orlofskost á Spáni. Um er að ræða glæsilega íbúð á jarðhæð í fallegu umhverfi. Íbúðin skiptist í eldhús, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi og stofu sem er með svefnsófa. Svefnrými er fyrir allt að átta gesti í íbúðinni. Útgengt er frá íbúð á verönd og fylgir glæsilegur garður með sólbaðsaðstöðu og stórri sundlaug sem hönnuð er fyrir alla aldurshópa. Íbúðin er staðsett í Quesada á Hvítu ströndinni á Spáni í fögru og snyrtilegu umhverfi sem er þekkt fyrir rólegheit. Í hverfinu eru stutt í alla þjónustu og samgöngur í kring eru auðveldar og öruggar.

Í íbúðinni er stór stofa með opnu eldhúsi og þremur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum með sturtum. Einkabílastæði tilheyrir íbúðinni. Gestir hafa aðgang að sundlaugargarði í sameign. Allur nauðsynlegur borðbúnaður er í íbúðinni, eldhústæki, hárþurrkur, þvottavél, sjónvarp og allur rúmfatnaður sem þarf. Þá eru handklæði, tuskur og viskastykki sem fylgja.

Gistimöguleikar eru fyrir allt að 8 manns eins og áður sagði. Útdraganlegur svefnsófi er í stofunni og hægt er að óska eftir barnaferðarúmi. Í svefnherbergjunum eru rúm í stærðinni 150x190. Allur búnaður er miðaður við hámarksfjölda gesta. 

Opnað verður fyrir bókanir á Orlofshúsavef Sameykis föstudaginn 26. janúar 2024 kl. 16:00. Eignin birtist á Orlofshúsavefnum þegar opnað verður fyrir bókanir.


 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd
 • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)