Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

11. desember 2019

Örstutt um kjaramál

Staðan í kjarasamningsviðræðunum hefur því miður ekki breyst mikið undanfarnar vikur. Við hefðum gjarnan viljað koma með góðar fréttir nú fyrir hátíðirnar en við erum því miður enn ekki komin á þann stað. Við höfum samt verið að hitta alla okkar stóru viðsemjendur mjög reglulega þ.e. ríki, borg, Samband ísl. sveitarfélaga, Isavia, Fríhöfnina og Orkuveituna svo eitthvað sé nefnt. Það sem hefur tekið hvað lengstan tíma í viðræðunum eru stóru kjarnamálin sem við erum að berjast fyrir á vettvangi BSRB. Það er stytting vinnuvikunnar, launaskriðstryggingin og jöfnun launa milli markaða. Það er verið að vinna í öllum málunum og við höfum þegar náð samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk eins og fram hefur komið. Það er þó háð því að við náum fram öðrum málum. Við erum nú að berjast fyrir því að ná fram styttingu fyrir vaktavinnufólkið því við munum sannarlega ekki skilja það eftir. Það hversu langan tíma viðræðurnar hafa tekið og hversu áhugalausir viðsemjendur eru hefur valdið okkur miklum vonbrigðum. Hvað varðar launaliðinn og aðra þætti þá hafa þeir einnig verið uppi á borðinu í viðræðunum, en eins og áður sagði þá er stíflan í stóru málunum.

„Þessi staða veldur okkur miklum vonbrigðum“ segir Árni Stefán formaður, „það er alveg ljóst að ef við erum enn í sömu stöðu á nýju ári þá munum við ráðfæra okkur við félagsfólk okkar til að ákveða hvaða aðgerða við munum grípa til og þrýsta þannig á að niðurstöður fáist. Við erum ekkert hrædd við það.“

Árni og Garðar fjalla nánar um stöðuna í nýjum leiðari Blaðs Sameykis sem er að berast félagsfólki um þessar mundir.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)