Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

15. maí 2020

Nýr vinnuréttarvefur BSRB

BSRB hefur opnað glæsilegan vinnuréttarvef. Vinnuréttarvefur BSRB hefur að geyma upplýsingar um réttindi og skyldur starfsmanna á opinbera og almenna vinnumarkaðnum auk ýmissa annarra upplýsinga sem varða vinnumarkaðinn. Með nýjum vinnuréttarvef verður almennum félagsmönnum gert auðveldara fyrir að átta sig á eigin réttindum. Þá mun hann einnig nýtast starfsmönnum aðildarfélaga bandalagsins vel sem uppflettirit um réttindi þeirra félagsmanna. Vefinn má einnig nálgast á vef Sameykis en hann verður í þróun áfram og verður nýju efni bætt við og eldra uppfært eftir því sem þörf krefur.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)