Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

13. maí 2022

Ánægja með styttingu vinnuvikunnar hjá félagsfólki Sameykis í dagvinnu

Ánægja með kerfisbreytinguna að stytta vinnuvikuna mælist hæst hjá því starfsfólki þar sem tekist hefur að stytta vinnuvikuna með þátttöku starfsfólksins.

Í könnun Gallup sem Sameyki lét gera vegna styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu kemur fram að átta af hverjum tíu eru ánægð með styttingu vinnuvikunnar. Ánægan er mest hjá þeim þar sem vinnuveitandi fylgdi innleiðingarferlinu skref fyrir skref og umbótasamtali með starfsfólkinu. Þá kemur fram í könnuninni, sem gerð var á tímabilinu nóvember til desember 2021, að ánægjan jókst eftir því sem starfsfólkið var betur virkjað og haft með í ráðum hvernig stytting vinnuvikunnar væri framkvæmd.

 

Félagar í Sameyki ánægðari
Þegar skoðuð er heildaránægja með styttingu vinnuvikunnar kemur fram að hún er meiri meðal þeirra sem eru í Sameyki en þeirra sem standa utan Sameykis. Meiri ánægja er hjá minni stofnunum og þeim sem starfa hjá Reykjavíkurborg en hjá ríkinu. Aðeins 15 prósent eru óánægð með styttingu vinnuvikunnar, en meira en sjö af tíu eru ánægð með styttinguna þegar spurt var hversu ánægt starfsfólk sé með betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar.Árangur næst ekki án innleiðingarferlis
Ljóst er samkvæmt könnuninni að eftir því sem innleiðingarferlinu vegna styttingu vinnuvikunar var fylgt nákvæmar, því betri var líðan og öryggi starfsfólksins. Sterkt samband kemur fram á milli þess að hafa tekið þátt í umbótaferlinu og haft áhrif á útfærsluna og þess að geta nýtt sér styttingu vinnuvikunnar. Augljóst er samkvæmmt könnun Gallup að þeir vinnustaðir þar sem áhersla er lögð á mannauðsmál því betri eru gæði verkefnanna og betri er líðan starfsfólksins.

Í umbótasamtalinu, sem er þriðja skrefið í innleiðingarferlinu, er farið yfir mikilvæga þætti með starfsfólki sem ekki má sniðganga ef árangur á að nást með styttingu vinnuvikunnar. Í því er farið yfir starfssemi og starfsumhverfi, verklag og ábyrgð, fyrirkomulag hléa í vinnutíma, yfirvinnu, skrepp, vinnureglur um viðveru og sveigjanleika eða bundna viðveru á vinnustaðnum. Nærri níu af tíu af þeim sem sögðust hafa haft mjög mikil áhrif á útfærsluna vinna 36 tíma eða minna á viku á móti sjö af tíu af þeim sem sögðust hafa haft mjög lítil áhrif á útfærsluna vinna 36 tíma eða minna (sjá graf hér að neðan).Ánægja tengist árangrinum
Ánægja með kerfisbreytinguna að stytta vinnuvikuna mælist hæst hjá því starfsfólki þar sem tekist hefur að stytta vinnuvikuna með þátttöku starfsfólksins. Þá kemur fram að mestu skiptir að álag sem tengjast verkefnum á vinnustaðnum hefur ekki aukist þó vinnutíminn hafi verið styttur, ásamt þeim umbótum að um leið er vinnutíminn betur nýttur. Nærri tveir af hverjum þremur telja að stytting vinnuvikunnar hafi haft jákvæð áhrif á gæði vinnu sinnar.


Innleiðingarferlið og umbótasamtalið liggur því til grundvallar vel heppnaðri innleiðingu samkvæmt könnuninni. Þar sem starfsfólkið tók virkan þátt í breytingunni með stjórnendum vinnustaðanna, mældist mesta ánægjan. Þar sem starfsfólk átti enga eða litla aðkomu að undirbúningi breytinganna var útkoman verst.

 

Gæði styttingar vinnutímans
Metið var í könnun Gallup hvort álag vegna styttingu vinnuvikunnar hafi aukist eða ekki. Hvort neikvæð áhrif hafi verið á gæði verkefna í styttri vinnutíma. Það eru bein tengsl við þátttöku starfsfólks í að innleiða styttingu vinnuvikuna og gæði verkefna í vinnutímanum. Þannig verða ákvarðanatökur betri og skilar fólki betri niðurstöðu.

Mat á áhrifum styttingar vinnuvikunnar á gæði vinnunnar virðist skipta miklu máli hvað varðar ánægju með verkefnið. Því jákvæðari áhrif verkefnisins á gæði vinnunnar því jákvæðari eru viðhorfin til breytinganna.