Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. september 2022

Breytt fyrirkomulag við greiðslu launa ríkisstarfsmanna

Opinberir starfsmenn. Ljósmyndir/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Sameyki gagnrýndi harðlega fyrirkomulag á launagreiðslum til ríkisstarfsmanna fyrr á þessu ári þegar formaður Sameykis, Þórarinn Eyfjörð, sagði félagið harma þá ákvörðun Fjársýslu ríkisins að greiða ekki opinberum starfsmönnum laun síðasta virka dag mánaðar fyrir sl. verslunarmannahelgi eins og tíðkast hefði. Afleiðingarnar voru þær að starfsfólk ríkisins gat ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fjársýsla ríkisins hélt því fram að laun hafi verið greidd áður með þessum hætti en launaseðlar starfsmanna ríkisins sönnuðu að svo er ekki.

Þórarinn sagði í frétt um málið á visir.is að réttir og góðir starfshættir væru að ganga frá greiðslu launa á síðasta virka degi fyrir fyrsta virka dag nýs mánaðar. Þannig að launafólk sé komið með greiðslu inn á sína launareikninga til að geta borgað reikninga og staðið við sínar skuldbindingar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur nú heimilað Fjársýslunni að gera breytingar á fyrirkomulaginu. Ákvörðun ráðuneytisins er að frá og með næstu mánaðamótum verða laun ríkisstarfsmanna ávallt greidd út fyrsta dag mánaðar alla mánuði ársins. Á það einnig við þegar fyrsta dag mánaðar ber upp á helgi eða lögbundinn frídag.

Sjá tilkynningu á vef Fjársýslu ríkisins hér.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)