Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. nóvember 2022

Greiðslubyrði almennings af húsnæðislánum hækkar milli ára

Greiðslubyrði óverðtryggða lána er nú frá 62.300 kr. fyrir hverjar 10 m.kr. sem eru teknar að láni en var 45.700 kr. í maí á þessu ári og 37.700 í maí í fyrra.

Í nóvemberskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að greiðslubyrði húnæðsilána hafa ekki verið hærri en frá árinu 2020. Þá hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 50 prósent. Fólk þarf því að taka mun hærri lán til að komast inn á fasteignamarkaðinn, sem er útilokað fyrir marga að gera þar sem hámarkslán miðað við greiðslubyrði má vera 25 prósent af meðal skattskyldum launagreiðslum.

 

Greiðslubyrði lána aukist verulega milli ára
HMS segir að hækkandi vextir gera það að verkum að greiðslubyrði lána hækkar, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Greiðslubyrði óverðtryggða lána er nú frá 62.300 kr. fyrir hverjar 10 m.kr. sem eru teknar að láni en var 45.700 kr. í maí á þessu ári og 37.700 í maí í fyrra. Eins og fram kom í síðustu mánaðarskýrslu HMS eru um 46% af útistandandi óverðtryggðum íbúðarlánum á breytilegum vöxtum. Stór hluti af öðrum óverðtryggðum lánum eru með vaxtaendurskoðun á næstu tveimur árum og þá sérstaklega árið 2024. Því er ljóst að stór hluti heimila í landinu annað hvort býr við verulega aukinn húsnæðiskostnað eða sér fram á verulega aukningu.

Greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur einnig aukist nokkuð undanfarið en hún er frá 38.400 kr. á mánuði fyrir hverjar 10 m.kr. ef miðað er við 30 ára lán en var 34.000 kr. Í júní. Þá er ótalin aukin greiðslubyrði vegna verðbóta en núverandi verðbólga uppá 9,4% þýðir að greiðslubyrði verðtryggðra lána hefur einnig hækkað um 9,4% á undanförnum 12 mánuðum vegna þess sem leggst ofan á hækkun vegna vaxtahækkana.

 

Tími óverðtryggðra lána liðinn undir lok
Hærri vextir þýða að heimilin geta ekki skuldsett sig jafn mikið og áður, segir í skýrslu HMS, því geta þeirra til skuldsetningar fer eftir greiðslubyrði lána. Nú dugar sama greiðslugeta skemur en áður. Ef miðað er við greiðslubyrði lána sem jafngildir 25% af meðal skattskyldum launagreiðslum dugar það nú til þess a taka allt að 25,3 m.kr. óverðtryggt lán. 10 Í maí sl. hefði sú greiðslubyrði staðið undir allt að 38,9 m.kr láni og í maí 2021 undir 43,9 m.kr. láni. Sé miðað við óverðtryggt lán hefði sú upphæð staðið undir allt að 49,6 m.kr. láni (rauða brotna línan á myndinni hér að neðan) en vegna hertra skilyrða um greiðslumat vegna verðtryggra lána væri lánaupphæðin takmörkuð við 35,3 m.kr. lán. Í maí hefði slík greiðslugeta dugað til að standa undir 64,3 m.kr. láni miðað við sömu forsendur.

Sú þróun aðfólk sé að færa sig yfir í óverðtryggð lán virðist því einnig vera liðin undir lok á meðal lífeyrissjóðanna þrátt fyrir að hlutdeild þeirra sé mun lægri hjá þeim sökum þess hve seint þeir hófu að bjóða uppá slík lán. Líkast til má rekja auknar vinsældir verðtryggðra lána til þess hve greiðslubyrði óverðtryggðra lána hefur aukist mikið að undanförnu.

Sjá skýrslu HMS.